Það verður norðaustanátt 8-13 m/s með éljum á Vestfjörðum í dag ,en minnkandi norðanátt í kvöld og styttir upp. Hæg breytileg átt og yfirleitt þurrt á morgun. Hiti um og undir frostmarki en frost 0 til 5 stig á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings er bent á að 983 mb lægð fer yfir landið í dag. Hún býður upp á breytilega átt og lítilsháttar ringingu á sunnanverðu landinu en snjókomu fyrir norðan. Í kvöld fer hún norðaustur af landinu og dýpkar heldur, þá snýst í norðanátt og hvessir austantil í 15-20 m/s. Áfram ofankoma og vægt frost norðanlands en léttir til fyrir sunnan með hita 1 til 6 stig.

Á morgun kólnar heldur og frystir víða sunnanlands. Ákveðin norðvestanátt austanlands og snjóar áfram með köflum þar, en léttskýjað og stöku skúr eða él á landinu sunnan- og vestanverðu.

Útlit er fyrir að veður af svipuðum toga haldist fram á sunnudag, en þá snýst í sunnanátt og fer að rigna á láglendi en snjóa til fjalla um landið sunnanvert en von á bjartviðri á Norðausturlandi.

smari@bb.is

 

DEILA