Hvessir af suðvestri á morgun

Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s og súld eða rigningu með köflum á Vesturlandi og sums staðar slyddu á norðvestanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Suðvestan 10-18 og víða rigning á morgun, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla Suðausturlandi. Hlýnar í veðri, hiti víða 0 til 5 stig síðdegis, en frost 0 til 5 stig fyrir austan, 3 til 8 stig á morgun.

Hiti fer heldur hækkandi fram að helgi og gæti náð 10 stigum á Suðausturlandi á morgun.

smari@bb.is

DEILA