Harma niðurstöðuna

EFTA-­dóm­stóll­inn í Lúx­em­borg felldi í morgun dóma í tveimur málum og kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska leyf­is­veit­inga­kerfið fyrir inn­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­vöru, eggjum og mjólk sam­rým­ist ekki ákvæðum EES-­samn­ings­ins. Bænda­sam­tök Íslands telja nið­ur­stöð­u dómstólsins geta valdið miklu tjóni. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna. Þar segir að um sé að ræða þýð­ing­ar­mikið hags­muna­mál íslensks land­bún­aðar en fjöl­margir hafi bent á þá áhættu sem felst í auknum inn­flutn­ingi á hráu kjöti, óger­il­sneyddum mjólk­ur­vörum og hráum eggj­um. Þrátt fyrir mótrök fjölda aðila úr heil­brigð­is­geir­an­um, bænda og búvís­inda­manna og fleiri sem vara við óheftum inn­flutn­ingi þá kom­ist EFTA-­dóm­stóll­inn að annarri nið­ur­stöðu.

„Bænda­sam­tök Íslands harma nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins en þau hafa um ára­bil barist gegn inn­flutn­ingi á hráu kjöti, óger­il­sneyddum mjólk­ur­vörum og hráum eggj­um. Að mati sam­tak­anna mun nið­ur­staða dóms­ins að óbreyttu geta valdið íslenskum land­bún­aði miklu tjóni og ógnað bæði lýð­heilsu og búfjár­heilsu. Ísland er ekki aðili að evr­ópskum trygg­ing­ar­sjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvar­legar sýk­ingar í land­bún­aði og þyrfti rík­is­valdið ásamt bændum að bera slíkar byrð­ar,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.

smari@bb.is

DEILA