Grjóthrun á Ketildalavegi

Mikið grjót­hrun varð á Ketildala­vegi vest­an Bíldu­dals á sunnu­dag­inn. Í frétt á vef Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að „mynd­ar­leg­ir stein­ar“ hafi fallið á veg­inn og þá hafi þurft að fjar­lægja með stór­virk­um vinnu­vél­um. Sem bet­ur fer var eng­inn á ferð þarna þegar grjót­hrunið átti sér stað, seg­ir í frétt­inni.

Ketildala­veg­ur ligg­ur út í Selár­dal og á leiðinni eru tveir bæir þar sem er bú­seta; Hvesta og Græna­hlíð. Grjót­hrunið varð við Svart­hamra, ekki langt frá Bíldu­dal, áður en komið er í Hvestu­dal. Sjá á kort­inu hér fyr­ir neðan. Grjót­hrun er al­gengt á þessu svæði en sjald­gæft að svo stór­ir stein­ar hafni á veg­in­um.

Búið er að hreinsa allt af veg­in­um.

DEILA