Gáfu bekk til minningar um foreldra og bróður

Gísli Halldór þakkar Sigurði fyrir gjöfina.

Ísafjarðarbæ barst í dag góð gjöf er Sigurður Ólafsson afhenti Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra bekk til minningar um foreldra hans og bróður. Bekkurinn er gefinn til minningar um hjónin Ólaf Sigurðsson skipstjóra (1907-1974) og Guðrúnu Sumarliðadóttur (1911-1986) og son þeirra Ægi Ólafsson skipstjóra (1939-1989). Í dag eru 110 ár frá fæðingu Ólafs.

Gjöfina gefa börn Ólafs og Guðrúnar, þau Ragnar, Sigurður og Ingibjörg og börn og barnabörn Ægis heitins.

Það er ósk gefenda að bekkurinn fái að standa við Mjósund – Aðalstræti 8 þar sem Ólafur og Guðrún bjugg mest allan sinn búskap.

smari@bb.is

DEILA