Framlengir samning og ítrekar fyrri mótmæli

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur staðfest framlenginu á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða. Samningurinn rennur út um áramótin en ekki hefur gefist tími til að ráðast í endurskoðun á honum og því var ákveðið að framlengja samninginn um eitt ár. Bæjarráð bendir hins vegar á bókun ráðisins frá því í október þar fyrirhugðum niðurskurði á framlögum ríkisins til Náttúrustofunnar var harðlega mótmælt.

Í fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram í haust áður en Alþingi var slitið var lagt til að skera niður fjárframlög til stofunnar um 10,1 milljón króna. Í bókun bæjarráðs var bent var á að þessi fyrirhugaða skerðing væri aðför að störfum háskólamenntaðra starfsmanna á landsbyggðinni og væri algjörlega á skjön við þá stefnu sem boðuð var í Vestfjarðaskýrslunni. Ennfremur að niðurskurðurinn komi sérstaklega hart niður á sunnanverðum Vestfjörðum sem muni hafa áhrif á uppbyggingu stuðningsgreina við vaxandi fiskeldi í sjókvíum í landshlutanum.

smari@bb.is

DEILA