Formlegar viðræður um stjórnarmyndun

Formenn VG og Sjálfstæðisflokks á fundi eftir kosningarnar í fyrra. Mynd: Vísir/Anton

Þingflokkar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa allir samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna eftir nokkurra daga óformlegar viðræður. Ekkert hefur verið gefið upp um hvernig væntanlegur stjórnarsáttmáli muni líta út eða hvernig ráðherraskipan mun verða en þó virðist liggja fyrir að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra og verður það í annað sinn í sögu lýðveldisins að kona gegni þeirri stöðu. Ekki var eining um þessar viðræður hjá þingflokki Vinstri grænna og greiddu tveir þingmenn atkvæði á móti áframhaldandi viðræðum, það voru þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

bryndis@bb.is

DEILA