Búið að gera við sæstrenginn

Hvítanes í Skötufirði.

Rafmagn komst á bæinn Hvítanes í Skötufirði rétt eftir kl. 17 í gær. Þá hafði verið rafmagnslaust frá því á mánudagsmorgun. Fljótlega kom í ljós að bilun var í sæstreng í Skötufirði og var sendur bátur frá Ísafirði til að finna bilunina og gera við strenginn og eftir að bilunin fannst tók ekki langan tíma að koma rafmagni á Hvítanes. Viðgerðarmenn komu bæði frá Ísafirði og frá Hólmavík.

smari@bb.is

DEILA