Annað bókaspjall vetrarins

Bókaspjallið er fastur liður í starfi Bókasafnsins á Ísafirði. Í öðru bókaspjalli vetrarins sem verður á laugardaginn verða að vanda flutt tvö erindi. Í því fyrra ætlar Jónas Guðmundsson sýslumaður að fjalla um bækur sem eru honum kærar. Í seinna erindinu fjallar Marta Hlín Magnadóttir, sem er brottfluttur Ísfirðingur sem margir kannast við, um bókaútgáfuna Bókabeituna sem hún stofnaði fyrir nokkrum árum í félagi við Birgittu Elínu Hassel. Bókebeitan sérhæfir sig í útgáfu á barna- og unglingabókum.

smari@bb.is

DEILA