Andri Rúnar í sænska boltann

Andri Rúnar með markakóngsverðlaunin sem hann fékk í sumar eftir markametið góða.

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er að öllum líkindum á leið til sænska B-deildarliðsins Helsingborgar frá Grindavík. Andri Rúnar átti hreint stórkostlegt tímabil í sumar og markakóngur Pepsí-deildarinnar og var valinn besti maður deildarinnar. Hann segir í samtali við Vísi að viðræður séu á lokastigi en samningur hans við Grindvíkinga er að renna út. „Það er mjög líklegt. Viðræður við þá eru á lokastigi. Hvað varðar fótboltafræðin finnst mér þetta mest spennandi kosturinn sem er í boði,“ segir Andri Rúnar við Vísi.

Helsinborg er í sjötta sæti sænsku B-deildarinnar þegar að ein umferð er eftir.

DEILA