Aflinn jókst um 40 prósent

Fiskafli ís­lenskra skipa í októ­ber var 114.258 tonn, eða 40 prósent meiri afli en í októ­ber 2016. Aukn­ing­in er að mestu til­kom­in vegna meiri síld­arafla en alls veidd­ust tæp 59 þúsund tonn af síld sam­an­borið við rúm 32 þúsund tonn í októ­ber 2016.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að botn­fiskafl­inn hafi verið rúm 42 þúsund tonn og auk­ist um 5 prósent, sem megi að mestu rekja til meiri karfa­afla. Afli flat­fisk­teg­unda var 1.816 tonn sem er 12 prósent meiri en í októ­ber 2016.

Skel- og krabba­dýra­afli var þá 1.153 tonn sam­an­borið við 716 tonn í fyrra. Heild­arafli á 12 mánaða tíma­bili frá nóv­em­ber 2016 til októ­ber 2017 var tæp 1.166 þúsund tonn sem er 8 prósent aukn­ing miðað við sama tíma­bil ári fyrr.

Verðmæti afla í októ­ber metið á föstu verðlagi var 16,5 prósent meira en í októ­ber 2016.

smari@bb.is

DEILA