9,8 milljarða halli í október

Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur lækkað um tæplega fimmtung.

Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um fyr­ir októ­ber 2017 nam verðmæti vöru­út­flutn­ings 49,7 millj­örðum króna og verðmæti vöru­inn­flutn­ings 59,6 millj­örðum króna. Vöru­viðskipt­in í októ­ber voru því óhag­stæð um 9,8 millj­arða króna. Hag­stof­an birti þess­ar töl­ur í dag.

Fyrstu níu mánuði ársins var 136 milljarða króna halli á vöru­viðskipt­um við út­lönd sem gerir 46,1 milljarð króna meiri halla en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,7 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,5 prósent lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman en útflutningur á áli jókst. Sjávarafurðir voru prósent alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 18,5 prósent lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski.

smari@bb.is

DEILA