4,5 prósent hækkun á 12 mánuðum

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan nóvember 2017 er 136,1 stig.(desember 2009=100) og hækkar um 0,3% frá fyrri mánuði. Innlent efni hækkaði um 0,3% (áhrif á vísitölu 0,1%) og innflutt efni hækkaði um 0,8% (0,2%). Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,5%. Vísitalan var sett í 100 stig í desember 2009 og hefur því hækkað um 36,1 prósent á átta árum.

smari@bb.is

DEILA