Vika í rjúpuna – veiðimenn undirbúi sig

Nú þegar styttist í fyrstu rjúpnaveiðihelgina, en fyrsti veiðidagur er föstudagurinn 27. október næstkomandi, minnir Umhverfisstofnun veiðimenn á að skila inn veiðiskýrslu og sækja um endurnýjun veiðikorts.

Miðað við veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar þá mega vestfirskir rjúpnaveiðimenn ekki búast við gjöfulli vertið. Meginniðurstöður Náttúrufræðistofnunar eru að rjúpnastofninn er í uppsveiflu víðast hvar um land, en þó ekki á Vestfjörðum og Suðausturlandi þar sem stofninn er í lágmarki og á Austurlandi er kyrrstaða eða fækkun. Viðkoma rjúpunnar var ágæt á liðnu sumri og rjúpnafjöldinn í aðdraganda veiðitíma er í meðallagi miðað við síðustu áratugi annars staðar en Vestfjörðum og Suðausturlandi þar sem mjög lítið er af rjúpu.

smari@bb.is

DEILA