Verslun opnar á ný

Verslunin í Norðurfirði. Ágreiningur um lögheimilisskráningu kom upp í Árneshreppi stuttu fyrir kosningar í vor. Myndin tengist fréttinni ekki.

Útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði í Árneshreppi var lokað um mánaðamótin og hreppurinn því án verslunar. Um 100 km leið er í næstu verslun á Hólmavík, um veg sem teppist í fyrstu snjóum og er ekki ruddur yfir háveturinn. Sveitarstjórn Árneshrepps hefur leitað að nýjum aðila til að reka verslunina og í samtali við fréttastofu RÚV staðfestir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti að sú vinna hafi borið árangur.Stefnt er að því að nýr rekstur hefjist frá 1. nóvember og innan tíðar verða veittar nánari upplýsingar um fyrirkomulag rekstarins.

DEILA