Tombólubörn

Fjórir sprækir krakkar skelltu í basar í Neistahúsinu á Ísafirði í síðustu viku og söfnuðu 13.947 krónum. Þegar þau höfðu lokið við að selja allt sem var á basarnum bættu þau peningum við úr eigin sjóðum. Þau vilja að peningarnar fari til barna í Sómalíu en Rauði krossinn styður við munaðarlaus börn þar í landi. Þetta voru þau Sæmundur Petr Pálsson, Una Margrét Halldórsdóttir, Embla Katrín Kristjánsdóttir og Sölvey Marie Tómasdóttir.

bryndis@bb.is

DEILA