Taupokagerð í Húsinu á Patreksfirði

„Við óskum eftir fólki til þess að útbúa margnota poka sem síðan verður dreift í verslanir á svæðinu og notaðir í stað plastpoka“ segir í tilkynningu á vef Vesturbyggðar og í kvöld á að hittast í Húsinu, Aðalstræti 72 á Patreksfirði og sauma poka.

Einnig er óskað eftir bolum til þess að nota í pokagerðina. Koma má með boli á viðburðinn en einnig er karfa fyrir utan húsið þar sem skilja má bolli eftir fyrir verkefnið.

Ætlunin er að útbúa 300 poka næstu 4 þriðjudaga og eftir það starta verkefninu í verslunum á svæðinu.

Lesa má nánar um verkefnið á vef Hússins.

bryndis@bb.is

DEILA