Súpuferð og ferðaáætlun

Staður í Grunnavík. Mynd. Ó. Smári Kristinsson

Eftir gott göngusumar hjá Ferðafélagi Ísfirðinga hóar félagið nú í síðustu ferðina sem að samkvæmt venju er súpuferð. Hópurinn hittist við Fossa í Engidal kl. 10:00 á sunnudag og tekur stutta og þægilega göngu sem endar í súpu „að hætta Steina kokks“ eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Ekki þarf að greiða fyrir súpuna en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig hjá Steina (steini@muurikka.is) svo örugglega verði nóg til að af súpu.

Á þriðjudag heldur félagið svo opinn fund þar sem lögð verða drög að göngum næsta árs og eru áhugasamir gönguhrólfar hvattir til að mæta. Fundurinn fer fram á sal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:00.

bryndis@bb.is

 

DEILA