Stormur í kvöld

Það verður hvasst víða á landinu í dag og spáð er stormi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðausturlandi með kvöldinu. Vindur gæti náð fjörutíu metrum á sekúndu við fjöll. Veðurstofa hvetur ferðamenn til að hafa varann á næsta sólarhring. Veðurstofan spáir vaxandi suðvestanátt á Vestfjörðum í dag , 15-23 m/s og súld í kvöld. Hvassast verður á norðanverðum Vestfjörðum. Talsverð rigning um tíma í nótt, en dregur úr vindi og úrkomu í fyrramálið. Suðvestan 5-10 og úrkomulítið upp úr hádegi á morgun. Hiti 3 til 8 stig.

smari@bb.is

DEILA