Skemmtiferðaskip mikilvægust fyrir Ísafjarðarhöfn

MSC Priziosa við akkeri á Skutulsfirði.

Enginn hafnarstjóður á landinu á eins mikið undir skemmtiferðaskipum og hafnir Ísafjarðarbæjar. Áætlað er að tekjur af skemmtiferðaskipum nemi 44% ef tekjum hafnarsjóðs og er það hæsta hlutfall á landinu. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjárhagsstöðu íslenskra hafna, sem er unnin fyrir Hafnasamband Íslands.

Tólf hafnasjóðir höfðu tekjur af skemmtiferðaskipum á síðasta ári, alls um 662 milljónir króna. Þessar tekjur hafa farið vaxandi undanfarin ár, 2015 námu tekjurnar 560 milljónum og 2014 473 milljónum.

smari@bb.is

DEILA