Sjálfstæðisflokkur og VG lækka í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Vinstri græn mælast með 19,1 prósent og þá mælist stuðningur við Samfylkinguna 15,8 prósent. . Könnunin var birt í gær.  Píratar mælast með 11,9 prósent fylgi og Miðflokkurinn með slétt 11 prósent. Þá mælist Framsóknarflokkurinn með 8 prósent og Viðreisn með 6,7 prósent og myndi ná inn á þing fari kosningarnar eftir rúma viku á þessa leið.

Flokkur fólksins sem mælist með 5,3 prósenta fylgi og fylgi Bjartrar framtíðar mælist 1,6 prósent.

Það sem helst vekur athygli við könnunina er að fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna heldur áfram að minnka. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1% fylgi og Vinstri græn með 21,8% fylgi í síðustu mælingu MMR þann 11. október.

Á sama tíma jókst fylgi Samfylkingarinnar og mælist nú 15,8 prósent, en flokkurinn mældist með 13,0 prósent í síðustu mælingu og 10,4 prósent undir lok september. Stuðningur við Samfylkinguna hefur því aukist um 5,4 prósentustig á innan við mánuði.

Viðreisn má vel við una, en flokkurinn mældist með 3,6 prósent fylgi í könnun MMR fyrir rúmri viku.

smari@bb.is

DEILA