Sex laxar úr Mjólká með eldiseinkenni

Sjókvíar í Fossfirði, einum innfjarða Arnarfjarðar.

Hafrannsóknastofnun hefur síðustu vikur fengið tólf laxa úr Mjólká í Arnarfirði og Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi til rannsóknar. Við fyrstu greiningu er talið að sjö laxanna hafi eldiseinkenni, en allir verða þeir sendir í DNA-greiningu. Rætt er við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, í Morgunblaðinu í dag.  „Við höfum skoðað ugga og önnur útlitseinkenni fiskanna, einnig hreistursmynstur og í þriðja lagi fá eldisfiskar sem hafa verið bólusettir samgróninga eða örvefi í innyfli. Sjö af löxunum sem við höfum skoðað eru með einkenni eldislaxa. Þá niðurstöðu er eftir að staðfesta með erfðagreiningu,“ segir Guðni. Sex þeirra fiska semhöfðu eldiseinkenni voru úr Mjólká og eins og áður hefur verið greint frá var einn lax úr Laugardalsá.

smari@bb.is

DEILA