Segir orð Þorsteins pólitískt upphlaup

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, segir það ósannindi í Þorsteini Pálssyni að hann hafi staðið gegn breytingum á  á núverandi fyrirkomulagi á innheimtu veiðigjalda. Þorsteinn fór fyrir nefnd sem átti að endurskoða innheimtu veiðigjalda og Teitur Björn sati í nefndinni fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. Í morgun var greint frá að nefndinni hafi verið slitið og í greinargerð Þorsteins til sjávarútvegsráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn flokka ekki verið tilbúinn til að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Jafnframt segir að Þorsteinn að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu.

Teitur Björn skrifar á Facebook að það komi á óvart að sjá „hvernig jafn reynslumikill stjórnmálamaður og formaður nefndarinnar er, kýs að leggja málið upp í fjölmiðlum. Það eru ósannindi að halda því fram að ég hafi staðið gegn breytingum á núverandi fyrirkomulagi á innheimtu veiðigjalda eins og formaður heldur fram.“

Um þá afstöðu að vera ekki reiðbúinn að leggja til grundvallar að gjaldtaka af auðlindinni miðaðist við tímabundin afnot segir Teitur Björn að hann telji að nefndin hafi ekki verið á þeim stað í sinni vinnu að geta afgreitt jafn víðtækt og flókið álitaefni án efnislegrar umfjöllunar eða rökstuðnings. „Ég kallaði eftir því í nefndinni að til víðbótar við þá sérfræðinga á sviði hagfræði, sem störfuðu með nefndinni, yrðu kallaði til fræðimanna á sviði stjórnskipunarlaga. Ræða yrði þetta atriði faglega og efnislega. Við því var ekki orðið. Þar fyrir utan taldi ég að skipunarbréf nefndarinnar næði varla utan um að nefndin kæmi með tillögu að algjörri uppstokkun á gildandi kerfi fiskveiðistjórnarlaga. Á þessa athugasemdir mína var ekki hlustað né að formaður nefndarinnar hafi gert réttilega grein fyrir þeim nú í fjölmiðlum,“ skrifar Teitur Björn.

Hann lýkur pistlinum á að minna á að Þorsteinn er í framboði fyrir Viðreisn og því verði að líta á orð hans um störf nefndarinnar sem pólitískt upphlaup rétt viku fyrir kosningar.

smari@bb.is

DEILA