Fab lab Ísafjörður bauð í gær stelpum og konum í smiðjuna sín í tilefni Ada Lovelace dagsins, dagur sem fagnar afrekum kvenna í vísindum. Ada Lovelace var kynnt en hún var enskur stærðfræðingur og er talin vera fyrsti forritarinn, þrívíddarprentarinn er byggður að mörgu leyti upp af hennar uppgötvunum. Ragnheiður Fossdal kennari við Menntaskólann á Ísafirði kynnti kennsluverkfæri sem hún hefur smíðað í þrívíddarprentara Fab lab smiðjunnar og notar í líffræðikennslu í skólanum.

Þórhildur Magnúsdóttir sagði viðstöddum frá skipulagsappi sem hún hefur hannað fyrir nemendur en slímsmiðjan sló í gegn hjá krökkunum.

bryndis@bb.is

DEILA