Mótmælir niðurskurði til Náttúrustofunnar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir niðurskurði til Náttúrustofu Vestfjarða sem er boðaður í fjármálafrumvarpi sem var lagt fram í haust. Framlag ríkisins til stofunnar verður skorið niður um þriðjung, eða 10 milljónir króna. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið skilji ekki eftir ekki eftir umræðu undanfarinna mánaða að nú eigi að veikja fræðastofnanir á Vestfjörðum þegar allt kapp hefur verið lagt á að styrkja þær. „Mikilvæg tækifæri gætu falist í því með því að efla t.d. fiskeldishlutverk Náttúrustofu. Því skorar bæjarráð Ísafjarðarbæjar á verðandi umhverfisráðherra og nýkjörið þing að beita sér fyrir vexti og viðgangi stofnunarinnar,“ segir í bókun bæjarráðs.

Nancy Bechtloff, forstöðumaður Náttúrustofunnar, sagði í samtali við bb.is í síðustu viku að verði niðurskurðurinn að veruleika sé eitt stöðugildi við stofuna í hætt.

Fjárlagafrumvarpið var lagt fram áður en ríkisstjórnin féll og því er allt óvíst með þinglega meðferð frumvarpsins á meðan stjórnmálaflokkarnir reyna að greiða úr óljósri stöðu sem myndaðist þegar úrslit kosninganna lágu fyrir.

DEILA