Minnir á Kárahnjúkavirkjun

Ós Hvalár í Ófeigsfirði. Mynd: Mats Wibe Lund. Myndin tengist fréttinni ekki.

Umræðan um Hvalár­virkj­un minni um margt á þá sem varð í kring­um Kára­hnjúka. Byggðapóli­tík­inni sé enn beitt af afli til að rétt­læta óaft­ur­kræf­ar fram­kvæmd­ir. Kára­hnjúka­virkj­un naut stuðnings stjórn­mála­manna sem vildu snúa byggðaþróun við með mik­illi inn­spýt­ingu í at­vinnu­lífið á Aust­ur­landi. Þetta er mat Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, og kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu. Síðustu daga hefur Morgunblaððið birt ítarlega umfjöllun um Hvalárvirkjun. Guðmundur Ingi telur að horft til lengri tíma fái hvorki Árnes­hrepp­ur né Vest­f­irðir neina inn­spýt­ingu með Hvalárvirkjun.

„Eins og mál­in líta út núna þá mun Hvalár­virkj­un og teng­ing­ar henn­ar við flutn­ingsnetið engu máli skipta hvað varðar raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum nema ráðist verði í hring­teng­ingu raf­magns á Vest­fjörðum sem kæm­ist senni­lega aldrei á fyrr en að 15-20 árum liðnum ef vel gengi,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Á aðal­fundi sín­um í vor setti Land­vernd fram hug­mynd um þjóðgarð á svæðinu. Hún var svo kynnt fyr­ir heima­mönn­um á íbúa­fundi í júní. Miðað við reynslu af öðrum þjóðgörðum á Íslandi myndu skap­ast 1-2 heils­árs­störf í upp­hafi auk þess sem ráða þyrfti tölu­verðan fjölda til land­vörslu og fleiri starfa yfir sum­ar­tím­ann. „Það væri því mjög öfl­ug byggðaaðgerð,“ seg­ir Guðmund­ur um mögu­leika til upp­bygg­ing­ar í Árnes­hreppi. „Það er hægt að beita friðlýs­ing­um til að bæði vernda nátt­úr­una og búa til fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi. Svo hún get­ur vissu­lega verið arðbær.“

smari@bb.is

DEILA