Kosningapróf

RUV býður upp á próf sem á að sýna þér þann frambjóðanda í þínu kjördæmi sem næst þér stendur í skoðunum. Það voru um 80 þúsund manns sem tóku prófið í fyrra og en á vef RUV er þó tekið fram að þetta sé nú meira til gamans gert.

Prófið byggir á afstöðu fimm efstu frambjóðendum á hverjum lista stjórnmálaflokkanna til ákveðinna fullyrðinga. Þegar þetta er skrifað eiga 60 frambjóðendur enn eftir að svara kosningaprófinu.

Kjósendur geta tekið prófið og séð á niðurstöðum þess hvernig afstaða þeirra til fullyrðinganna passar við afstöðu frambjóðendanna annars vegar og stefnu stjórnmálaflokkanna hins vegar.

Prófið má nálgast hér.

bryndis@bb.is

DEILA