Hagnaðurinn hálfur milljarður á 10 árum

Ísfirska fyrirtækið Dress Up Games ehf. hefur hagnast um ríflega hálfan milljarða króna síðastliðinn áratug. Dress Up Games rekur samnefnda leikjavefsíðu þar sem notendur geta klætt dúkkulísur upp í búninga auk fylgihluta. Samanlagðar arðgreiðslur fyrirtækis frá árinu 2009 nema um 350 milljónum króna. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Síðustu ár hefur hagnarður fyrirtækisins dregist saman frá því þegar best lét og hagnaðurinn í fyrra var 5,3 milljónir kr.

Stofnandi og eigandi Dress Up Games er Inga María Guðmundsdóttir.

Á vef­síð­unni eru tölvu­leikir þar sem dúkkulísur eru klæddar í föt safnað sam­an. Mark­hóp­ur­inn eru stúlkur í ensku­mæl­andi lönd­um, ekki síst Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og Ástr­al­íu. Dress Up Games er síðan með aug­lýs­inga­samn­ing við Google sem tryggir því tekj­ur. Vef­síðan fær millj­ónir inn­lita, og er með tug­millj­ónir flett­inga, í hverjum mán­uði og því hafa tekj­urnar verið mikl­ar.

smari@bb.is

DEILA