Grunnskólanemar í vinabæjarheimsókn

Hópurinn í skoðunarferð. Mynd: Grunnskóli Ísafjarðar.

Dagana 30.september til 6.október dvöldust 8 grunnskólanemendur úr Ísafjarðarbæ ásamt fararstjórum, í Kaufering í Þýskalandi, sem er vinabær Ísafjarðarbæjar. Nemendur héldu til á einkaheimilum og tóku þátt í daglegu lífi heimilisfólksins. Farið var í Montesureskóla þar sem skólastarfið er nokkuð frábrugðið því sem krakkarnir eiga að venjast. Til að mynda er enginn nemandi með síma á meðan skóli stendur yfir frá kl. 8 -15. Frá þessu segir á vef Grunnskóla Ísafjarðar.

Það var farið í margar skoðunarferðir t.d í Neuschwanstein sem er ævintýrakastali frá 19. öld, októberfest í Munchen og til Dachau sem voru fangabúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni.

 

DEILA