Flugslysaæfing á Ísafirði á morgun

Frá flugslysaæfingunni fyrir fjórum árum.

Á morgun kl.11 munu viðbragðsaðilar á norðanverðum Vestfjörðum hefja æfingu við viðbrögðum við hópslysi. Æfingin fer fram á og við Ísafjarðarflugvöll. Það má því búast við töluverðri umferð til og frá flugvellinum vegna æfingarinnar. Lögreglan á Vestfjörðum biður vegfarendur afsökunar á hugsanlegum töfum sem gætu orðið og hvetur jafnframt til þess að viðbragðsaðilum verði sýnd tilhlýðileg tillitssemi.

Á öllum áætlunarflugvöllum landsins eru reglulega haldnar umfangsmiklar æfingar sem reyna á viðbrögð vegna flugslysa. Isavia hefur yfirumsjón með þessum flugslysaæfingum en auk félagsins kemur að undirbúningi og framkvæmd æfinganna fjöldi annarra. Síðasta æfing á Ísafjarðarflugvelli var árið 2013.

smari@bb.is

DEILA