Félagsvísindastofnun gerir íbúakönnun um sundlaugamál

Tillaga Kanon arkitekta hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppninni.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun vegna málefna Sundhallarinnar á Ísafirði. Bærinn gekkst fyrir hugmyndasamkeppni um breytingar á Sundhöllinni á síðasta ári og voru niðurstöður kynntar í febrúar síðastliðnum. Fyrstu verðlaun fóru til Kanon arkitekta ehf.

Málefni Sundhallarinnar hafa verið tilefni deilna í sveitarfélaginu um langt skeið og sitt sýnist hverjum um framkvæmdir sem kosta fleiri hundruð milljónir án möguleika á lengri laug, nokkuð sem sundfólk í sveitarfélaginu hefur kallað eftir lengi.

Með íbúakönnuninni að leiða fram vilja íbúanna sjálfra á málinu.

Í svari bæjarritara við fyrirspurn Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokks, kemur fram að kostnaður við hugmyndasamkeppni Sundhallarinnar nemur 13,6 milljónum kr.

smari@bb.is

DEILA