Enn fjölgar gistinóttum

Nærri 380 þúsund gistinætur voru skráðar á hótelum í síðasta mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er þriggja prósenta aukning frá því í september í fyrra. Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, eða ríflega helmingur allra gistinátta. Á Vestfjörðum og Vesturlandi, en landshlutarnir eru taldir saman í gögnum Hagstofunnar, voru 21.724 gistinætur og fjölgaði um 7 prósent milli ára. Mest fjölgaði gistinóttum á Suðurnesjum eða um tíu af hundraði. Erlendir ferðamenn eru langstærstur hlutinn en níu af hverjum tíu gistinóttum eru skráðar á erlenda ferðamenn.

Gistinætur á hótelum frá október 2016 til loka síðasta mánaðar eru 18 prósent fleiri en sömu mánuði árið á undan.

DEILA