Búnir með fyrsta útskotið

Tveir borar að störfum í Dýrafjarðargöngum.

Í síðustu viku voru grafnir 52,3 metrar í Dýrafjarðargöngum og lengd ganganna orðin 365 metrar. Í vikunni var lokið við að grafa útskot og tæknirými sem eru um það bil 15 metra langt og má segja að framvindan síðustu viku hafi verið 67,3 metrar. Þegar útskotið var borað var notast við tvo bora, annar boraði útskotið og hinn hélt áfram með göngin.

10 útskot í göngunum

Í göngunum eru 10 útskot, á 500 m fresti.  Þessi útskot eru til öryggis, t.d. ef bíll bilar í göngunum þarf hann ekki að standa á akbrautinni. Skissan að neðan sýnir hefðbundið útskot.

Útskotið sem grafið var í síðustu viku er að auki með tæknirými og sandgeymslu, þess vegna er sjálft útskotið aðeins lengra en hefðbundið útskot.

DEILA