Bolungarvík opnar bókhaldið

Bolungarvíkurkaupstaður opnar bókhald bæjarins og íbúar og aðrir vefnotendur geta nú farið inn á svæði sem birtir fjárhagsupplýsingar sveitafélagsins.

Þar gefst kostur á að fylgjast með hreyfingum fjármagns sem um sveitarfélagið fara. Veflausnin býður upp á myndræna framsetningu í súluritum, kökum og hlutfallsmyndum.

Þegar komið er inn á síðuna er hægt að velja fjóra yfirflokka.

  • Hvert fara peningarnir – allir flokkar.
  • Hvaðan koma peningarnir og þar er hægt að sjá skiptinguna á skatttekjum.
  • Hvert fara peningarnir – greining en þar er hægt að fara inn á hverja deild til að skoða bæði tekjur, vörukaup og þjónustukaup og hverjir eru helstu lánadrottnar.
  • Hvert fara peningarnir – lánadrottnar en þar má sjá alla lánadrottna eftir stærð.

Hægt er að takmarka val við nokkra þætti í stað allra með því að nota  „ctrl“-takka lyklaborðsins til að velja viðkomandi þætti. Til að hreinsa er ýtt á strokleðrið fyrir ofan valgluggana.

bryndis@bb.is

DEILA