Bláskeljar og beltisþari

Í dag kl. 16:00  mun Pierre-Olivier Fontaine, meistaranemi við haf- og strandsvæðastjórnun Háskólaseturs Vestfjarða verja lokaverkefni sitt sem ber titilinn: Co-culture of blue mussel (Mytilus edulis) and sugar kelp (Saccharina latissima) as a strategy to reduce the predation rate of diving ducks on mussel farms in the Cascapedia Bay (QC, Canada).

Bláskeljaræktun er rótgróinn atvinnustarfsemi í austurhluta Kanada og hefur á síðustu 45 árum orðið að efnahagslegri burðarstoð í sjávarbyggðum þar. Pierre rannsakaði áhrif samræktunar bláskeljar og beltisþörunga í skelfiskræktun í Cascapedia flóa í Kanada en þar herja andfuglar á ræktunina og draga þannig úr arðsemi hennar. Rannsóknin miðaði að því að rækta beltisþörunga samhliða bláskel til að fæla fuglinn frá.

bryndis@bb.is

DEILA