Bergþór efstur hjá Miðflokknum

Bergþór Ólafsson

Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri á Akranesi, verður efsti maður á framboðslista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Bergþór hefur lengi starfað í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið í framboði til Alþingis.

Bergþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lagt stund á MBA-nám við Manchester Business School. Hann var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á árunum 2003 til 2006 og var í framboði fyrir flokkinn í tvennum alþingiskosningum. Þá var hann formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi um tíma. Hann var framkvæmdastjóri Loftorku, sem meðal annars starfrækir húseiningaverksmiðju í Borgarnesi, þar til fjölskyldan seldi fyrirtækið fyrir um ári.

smari@bb.is

DEILA