Bangsadagurinn í 20. sinn

Elín Magnfreðsdóttir lesa bangsasögur á bangsadeginum í fyrra.

Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Bókasafninu Ísafirði allt frá árinu 1998 og hefur verið fastur liður hjá Bókasafninu allar götur síðan. Í ár verður bangsadagurinn föstudaginn 27. október og hefst dagskráin kl. 16.  Dagskráin verður með svipuðu sniði og vanalega: bangsasögustundin verður á sínum stað, það verður söngstund og börnin fá bangsamyndir til að lita. Að sjálfsögðu verður bangsaleikurinn á sínum stað og möguleiki á að fá bangsa í verðlaun.

Öll börn eru velkomin og eru þau minnt á að taka bangsana með.

smari@bb.is

DEILA