Alvarlegt bílslys í Álftafirði

Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi í gærkvöld. Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út á tíunda tímanum þar sem maður á leið til Ísafjarðar skilaði sér ekki. Björgunarsveitarfólk hélt til leitar og fann bíllinn utan vegar í Álftafirðinum á ellefta tímanum. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug vestur og sótti hinn slasaða.

Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi á þriðja tímanum í nótt. Meiðsl ökumannsins voru alvarleg, en hann var þó með meðvitund þegar hann var fluttur suður.

Á fjórða tug björgunarsveitarmanna auk lögreglu og sjúkraflutningamanna tóku þátt í aðgerðum kvöldsins. Tildrög slyssins eru óljós.

smari@bb.is

DEILA