20% barna 5-8 ára eiga snjallsíma

Meira en helmingur barna undir eins árs aldrei hafa aðgang að spjald­tölvu og yfir 20% barna 5-8 ára eiga eig­in snjallsíma. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri rann­sókn um miðlanotk­un ungra barna á Íslandi. Rann­sókn­in er gerð að sænskri fyr­ir­mynd og skoðað var hvaða tæki og miðla börn­in nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að og hversu oft mis­mun­andi miðlar eru notaðir ásamt viðhorfi for­eldra til notk­un­ar­inn­ar.

Net,- síma- og tölvu­notk­un var meðal þess sem könnuð var meðal barn­anna. Þá var tækja­eign einnig skoðuð þar sem kem­ur m.a. í ljós að yfir 20% barna 5-8 ára eiga eig­in snjallsíma. Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við þróun í nágrannalöndunum.

smari@bb.is

DEILA