Vitavörður handtekinn

Valgeir Ómar Jónsson, barnabarn Þorbergs Þorbergssonar vitavarðar á Galtarvita hefur gefið út bók um þessa einstöku en óskemmtilegu reynslu þegar breski herinn handtók nokkra Vestfirðinga og flutti í fangelsi í Bretlandi.

Á bakhlið bókarinnar er efni hennar lýst með þessum hætti:

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 9. júní 1941 stóðu fjórir alvopnaðir breskir hermenn við vitavarðarhúsið á Galtarvita. Erindi þeirra var að handtaka vitavörðinn Þorberg Þorbergsson og flytja í fangelsi í Bretlandi. Áður en þeir gætu haldið frá landi með stríðsfangann varð hann sjálfur að gera við bát hermannanna sem brotnað hafði í fjörunni.

Sök vitavarðarins var að hafa skotið skjólshúsi yfir þýskan flóttamann. Ferðin til Bretlands var fyrsta utanför Þorbergs og honum minnisstæð. Í bókinni rekur Valgeir Ómar Jónsson sonarsonur Þorbergs sögu afa síns og samferðamanna hans og framvindu þessa sérstæða máls.

bryndis@bb.is

DEILA