Vestfirskir buðu lægst í þjónustuhús

Nýr starfsmaður Vestfjarðastofu mun hefja störf á Þingeyri 1. sept.

Vestfirskir verktaka ehf. buðu lægst í byggingu nýs þjónustuhúss á tjaldsvæðinu á Þingeyri. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 33 milljónir kr. Tvö fyrirtæki buðu í verkið, en tilboð Gömlu spýtunnar ehf. var þremur milljónum kr. hærra. Í verkinu felst að fullgera 58 fm timburhús á steyptum grunni, ganga frá palli í kringum húsið og rotþró.

Verkið verður unnið í tveimur áföngum þannig að ekki verður unnið fyrir meira en 20 milljónir kr. á þessu ári í samræmi við heimildir fjárhagsáætlunar 2017. Verkið verður klárað fyrir næsta vor og reiknast þá af fjárhagsáætlun næsta árs.

smari@bb.is

DEILA