#vestfirðingareruþessvirði

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Rætt var við Nanný Örnu Guðmundsdóttir, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar,  í morgunútvarpi Rás 2 í morgun. Nanný hefur gagnrýnt umræðuna um Hvalárvirkjun harðlega og hleypti af stokkunum átaki á Facebook þar sem hún hvetur Vestfirðinga til að pósta myndum af sér og sínum njóta náttúrunnar á Vestfjörðum. Nanný leggur áherslu á að Vestfirðingar hafi ekki allir eina skoðun og séu ýmist með eða móti til dæmis Hvalárvirkjun, en að kalla Vestfirðinga umhverfissóða og fávísa hefur henni sárnað.

Vestfirðingar þekkja ekki sína náttúruna og það þarf að kynna hana fyrir þeim er tónn sem henni líkar ekki. Nanný er fylgjandi Hvalárvirkjun en þó með því skilyrði að fyrir liggi í hringtenging Vestfjarða í kjölfarið.

Fjölmargir hafa brugðist við ákalli Nannýar og birt fallegar náttúrulífsmyndir og merkja með myllumerkjunum  #náttúranervestfirðingur og #vestfirðingareruþessvirði.

Hér má nálgast upptöku af viðtalinu.

bryndis@bb.is

DEILA