Þurfa að eiga stjörnuleik

Mynd úr safni.

Vestri leikur sinn síðasta útileik á morgun þegar liðið fer norður í land og mætir Magna á Grenivík. Eyfirðingarnir hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, eru í öðru sæti deildarinnar og langt komnir með að tryggja sæti í 1. deildinni á næsta ári. Vestramenn eru hins vegar að berjast fyrir tilveru sinni í 2. deild og ljóst að liðið þarf að eiga stjörnuleik á morgun ætli þeir að ná í stig gegn Magna. Lokaleikur liðsins er á laugardag eftir viku þegar Höttur frá Egilstöðum kemur til Ísafjarðar, en Höttur líkt og Vestri er í fallbaráttu.

smari@bb.is

DEILA