Sveitarfélögum verði snarfækkað

Það er mikilvægt að nýta tæknina og hafa það rafrænt sem hægt er til að koma til móts við landsbyggðina. Súðavík: Mats Wibe Lund.

Fækka ætti sveitarfélögum og festa lágmarksíbúafjölda þeirra í lög. Þetta eru niðurstöður starfshóps um eflingu sveitarstjórnastigsins. 40 sveitarfélög uppfylla ekki þá lágmarksstærð sem lögð er til. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Hópurinn leggur til að sett verði lög um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga og að hann hækki í þrepum. Í byrjun árs 2020 verði lágmarksíbúafjöldi 250 manns, tveimur árum seinna 500 íbúar og í byrjun árs 2026 verði lágmarksíbúafjöldinn 1000 manns.

„Ég held að við getum samt öll verið sammála um það að fyrsta skrefið sem lagt er til í þessari skýrslu að verði stigið, að ekkert sveitarfélög verði með færri en 250 íbúa, mér finnst liggja nokkuð í augum uppi að sveitarfélag með innan við 250 íbúa er varla í stakk búið til að sinna þeim skyldum sem á það eru lagðar. Svo geta landfræðilegar aðstæður verið þannig að sameining er ómöguleg og það þarf að taka tillit til þess,“ segir Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samtali við fréttastofu RÚV.

smari@bb.is

DEILA