Skaginn 3X verðlaunaður

Starfsstöð Skagans 3X á Ísafirði.

Einn af föstum liðum á Íslensku sávarútvegssýningu sem var haldin í Kópavogi í vikunni er afhending sjávarútvegsverðlaunanna. Hið hálfísfirska fyrirtæki Skaginn 3X hlaut verðlaun að þessu sinni fyrir framlag sitt til verðmætasköpunar í fiskvinnslu, en fyrirtækið hefur á síðustu árum komið með margar byltingakenndar nýjungar á því sviði. Verðlaunin sem Skaginn 3X fékk eru veitt fyrirtækjum sem teljast til alþjóðlegra stórfyrirtækja.

smari@bb.is

DEILA