Sauðfjárbændur í fullkominni óvissu

Mikill vandi steðjar að sauðfjárrækt í kjölfar þriðjungslækkun afurðaverðs í haust.

„Við erum í full­kom­inni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitt­hvað verði gert,“ seg­ir Odd­ný Steina Vals­dótt­ir, formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda, í samtali við mbl.is. Fall ríkistjórnarinnar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám og í yfirlýsingu frá Bændasamtökunum og Landssamtökum sauðfjárbænda segir að málið þoli enga bið. Að mati samtakanna er mikilvægt að Alþingi setji málefni sauðfjár­bænda á dag­skrá svo fljótt sem unnt er. Bænd­ur munu leggja fram at­huga­semd­ir við til­lög­ur frá­far­andi land­búnaðarráðherra og ætl­ast til þess að Alþingi taki mið af þeim at­huga­semd­um.

LS hafa boðað til auka­fund­ar í dag þar sem til­lög­urn­ar verða rædd­ar en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sæk­ir fund­inn.

smari@bb.is

DEILA