Rjúpnastofninn í sókn

Rjúpna­stofn­inn þolir að veidd­ar verði 57 þúsund rjúp­ur á þessu veiðitíma­bili sam­kvæmt til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­unn­ar Íslands. Voru niður­stöðurn­ar kynnt­ar um­hverf­is- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstu­dag. Til­laga stofn­un­ar­inn­ar ger­ir því ráðfyr­ir tölu­verðri hækk­un frá síðasta ári, þegar lagt var til að veiða mætti 40.000 fugla.

„Stofn­un­in legg­ur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heild­arafföll­um rjúp­unn­ar,“ seg­ir í frétt á vef Nátt­úru­stofn­unn­ar.

Var viðkoma rjúp­unn­ar met­in með taln­ing­um í tveim­ur lands­hlut­um síðsum­ars og reynd­ist hlut­fall unga vera 78% á Norðaust­ur­landi og 79% á Suðvest­ur­landi. Benda niður­stöður þess­ara rjúpna­taln­inga til þess að stærð rjúpna­stofns­ins í ár sé  í meðallagi víðast hvar um land, en þó ekki á Vest­fjörðum og Suðaust­ur­landi, þar sé stofn­inn í lág­marki.

„Reiknuð heild­ar­stærð varp­s­tofns rjúpu vorið 2017 var met­in 173 þúsund fugl­ar, en var 132 þúsund fugl­ar 2016. Fram­reiknuð stærð veiðistofns 2017 er 649 þúsund fugl­ar miðað við 453 þúsund fugla 2016. Þess­ir út­reikn­ing­ar byggja á gögn­um fyr­ir Norðaust­ur­land og of­meta stærð stofns­ins nær ör­ugg­lega,“ seg­ir í fréttt­inni.

Um­hverf­is- og auðlindaráðherra ákvað haustið 2013 að rjúpna­veiðitím­inn yrði 12 dag­ar á ári fyr­ir tíma­bilið 2013–2015, þetta var síðan fram­lengt 2016. Legg­ur nátt­úru­fræðistofn­un til að þeim veiðitíma verði haldið óbreytt­um þetta árið.

bryndis@bb.is

DEILA