Opinn fundur um áhættumat Hafró

Sjókvíar í Tálknafirði.

Fiskeldismál hafa verið í brennidepli umræðunnar og á morgun miðvikudag stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fyrir opnum morgunfundi um áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem stofnunin gaf út í sumar.

Frummælendur á fundinum eru Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, dr. Geir Lasse Taranger vísindamaður við systurstofnun Hafró í Noregi og Bára Gunnlaugsdóttir starfsmaður Stofnfisks.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum.

Fundurinn verður í sal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hefst kl. 9.

Íbúar við Ísafjarðardjúp eru eflaust áhugasamir um fundinn, enda kom matið illa við fyrirhugað laxeldi í Djúpinu. Fyrir áhugasama sem ekki eiga heimangengt verður fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebooksíðu ráðuneytisins.

smari@bb.is

DEILA