Leggja til aðgerðir til að draga úr umferðarhraða

Smiðjugata á Ísafirði.

Á eyrinni á Ísafirði er allnokkrar götur sem upphaflega voru ekki ætlaðar fyrir bílaumferð. Þrátt fyrir lágan hámarkshraða á götunum (30 km) er upplifun vegfarenda að hraðinn sé of mikill, enda er allri umferð blandað saman í þröngu rými. Stuttar sjónlínur á gatnamótum geta einnig valdið óöryggi. Þetta kemur fram í minnisblaði Verkís um hraðalækkandi aðgerðir á Ísafirði. Göturnar sem um ræðir eru Brunngata, Smiðjugata, Tangagata, Skipagata, Þvergata og Silfurgata. Í minnisblaðinu eru lagðar til leiðir til að lækka umferðarhraða.

Meðal þess sem er lagt er til er að þriggja metra akrein verði afmörkuð með máluðum línum á vegyfirborðið á þeim götum sem eru jafnt og eða stærri en 5m að breidd. Með þessu upplifa ökumenn að þrengt sé að þeim og veldur það lækkun hraða og með því afmarkast einnig svæði fyrir gangandi umferð. Einnig er lagt til að staðsetja blómaker, bekki o.þ.h. utan skilgreinda akreina og afmarka bílastæði til að draga úr líkum bílum sé lagt þar sem ekki er ætlast til.

smari@bb.is

DEILA