Kostnaðurinn aukist um 7,5%

Meðal­rekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um lands­ins hef­ur auk­ist um 126 þúsund krón­ur á milli ára, miðað við sept­em­ber 2016 og sama mánuð í ár.

Sam­kvæmt töl­um frá Hag­stof­unni er meðal­kostnaður á hvern grunn­skóla­nema 1.806.951 kr. í þess­um mánuði en var 1.680.683 kr. í sept­em­ber 2016, hækkun um 7,5%.

Við út­reikn­inga sína tek­ur Hag­stof­an mið af al­menn­um launa­hækk­un­um starfs­manna grunn­skóla og breyt­ing­um á vísi­tölu neyslu­verðs, að teknu til­liti til væg­is hvors þátt­ar fyr­ir sig í rekstr­ar­kostnaði grunn­skól­anna.

smari@bb.is

DEILA